Fer Svíinn til Manchester United?

Viktor Gyökeres hefur byrjað tímabilið stórkostlega.
Viktor Gyökeres hefur byrjað tímabilið stórkostlega. AFP/Patricia de Melo Moreira

Margir eru að velta því fyrir sér hvort sænski markahrókurinn Viktor Gyökeres mun fylgja Portúgalanum Rúben Amorim til Manchester United.

Amorim mun taka við sem stjóri Manchester United 11. nóvember næstkomandi. Amorim stýrir Sporting í dag en helsti markaskorari liðsins er Gyökeres.

„Fara með Amorim til Manchester United? Ég veit það ekki,“ sagði Gyökeres í viðtali eftir að hann skoraði fjögur mörk í 5:1-sigri Sporting í gær.

„Það er eitthvað sem ég spái ekki í. Ég er sorgmæddur að sjá Amorim fara. Við óskum honum alls hins besta,“ sagði Gyökeres.

Gyökeres er kominn með 16 mörk í efstu deild Portúgals í aðeins 10 leikjum.

„Ég er hérna. Eins og þú sérð, þá nýt ég þess að vera hjá Sporting,“ sagði Svíinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert