Fjögurra marka jafntefli (myndskeið)

Wolverhampton Wanderes og Crystal Palace skildu jöfn, 2:2, í lokaleik gærdagsins í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Trevor Chalobah kom Crystal Palace yfir áður en Jörgen Strand-Larsen jafnaði fyrir heimamenn. Joao Gomes kom síðan Wolves yfir áður en Marc Guehi jafnaði fyrir gestina.

Mörk­in og fleiri svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka