Jafntefli í hörkuleik í Manchester

Bruno Fernandes kemur Manchester United yfir.
Bruno Fernandes kemur Manchester United yfir. AFP/Paul Ellis

Manchester United og Chelsea gerðu 1:1-jafntefli í hörkuleik í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Old Trafford í dag. 

Úrslitin þýða að Chelsea situr í fjórða sæti með 18 stig en United er í 13. sæti með 12 stig. 

Chelsea fékk fyrsta færi leiksins á 14. mínútu. Hornspyrna Cole Palmer fann Wesley Fofana á nærstönginni sem átti skalla í stöngina. 

Á 22. mínútu fékk Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, fínasta færi. Marcus Rashford sýndi góða takta, negldi boltanum fyrir markið sem Robert Sancez, markvörður Chelsea, varði út í teiginn fyrir fætur Fernandes sem skaut fram hjá.  

Besta færi United í fyrri hálfleik kom alveg undir lokin. Fernandes átti stórkostlega fyrirgjöf á Rashford sem skaut í fyrsta en skotið hans hafnaði í þverslánni. Markalaust var í hálfleik. 

Chelsea var nálægt því að taka forystuna snemma í síðari hálfleik. Pedro Neto fékk boltann á vinstri kantinum, keyrði inn á teig United og átti síðan skot rétt fram hjá fjærstönginni. 

Á 65. mínútu fékk Alejandro Garnacho frábært færi til að koma United yfir. Fernandes lagði boltann út á Garnacho sem átti misheppnað skot beint á Sanchez. 

Skömmu síðar átti Casemiro góða sendingu á Rasmus Höjlund í teignum. Hann tók boltann niður, fór fram hjá Sanchez sem tók hann niður og dæmdi Robert Jones, dómari leiksins, vítaspyrnu. 

Fyrirliðinn Bruno Fernandes fór á vítapunktinn fyrir United og skoraði af miklu öryggi, 1:0. 

Chelsea var ekki lengi að jafna en á 74. mínútu skoraði Moisés Caicedo glæsilegt jöfnunarmark. Casemiro skallaði hornspyrnu frá, beint á Caicedo sem átti viðstöðulaust skot í hornið nær, 1:1. 

Síðasta korter leiksins var æsispennandi og fengu bæði lið færi til að tryggja sér þrjú stig en allt kom fyrir ekki og lokaniðurstöður í dag urðu 1:1-jafntefli. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Man. United 1:1 Chelsea opna loka
90. mín. Bruno Fernandes (Man. United) á skot yfir Færi! Boltinn dettur fyrir Bruno í frábærri í stöðu en hann hamrar boltanum hátt yfir markið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert