Versta í sögu Manchester United

Robert Jones dómari spjaldar Brasilíumanninn Casemiro í leiknum áðan.
Robert Jones dómari spjaldar Brasilíumanninn Casemiro í leiknum áðan. AFP/Paul Ellis

Byrjun Manchester United í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu er sú versta í sögu félagsins. 

Manchester United gerði jafntefli við Chelsea, 1:1, á Old Trafford í dag en liðið hefur aðeins fengið 12 stig úr fyrstu tíu leikjum sínum. 

Þá hefur United-liðið aðeins unnið þrjá leiki, gert þrjú jafntefli og tapað fjórum. United er í 13. sæti deildarinnar, 13 stigum á eftir toppliði Liverpool. 

Þá hefur United aðeins skorað níu mörk í þessum tíu leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert