William Saliba, leikmaður Arsenal, hefur viðurkennt að liðið hafi ekki átt neitt skilið út úr leiknum gegn Newcastle í gær en Arsenal tapaði leiknum, 1:0.
Alexander Isak skoraði sigurmark Newcastle snemma leiks en Arsenal reyndi hvað það gat til að jafna leikinn en það tókst ekki og annað tap Arsenal á tímabilinu staðreynd.
„Við erum sárir því okkur langaði að vinna þennan leik. En því miður gerðum við það ekki og við spiluðum heldur ekki eins og við vildum. Arsenal átti skilið að tapa í dag, held ég.“ sagði Saliba.
„Við spiluðum ekki eins og við vildum spila, við áttum ekki skilið að vinna. Það er allt í lagi, við einbeitum okkur að næstu viku núna,“ sagði Saliba en Arsenal spilar gegn Inter Milan á útivelli í Meistaradeild Evrópu í vikunni og þar á eftir spilar liðið gegn Chelsea, einnig á útivelli.
Arsenal hefur gengið í gegnum erfiða tíma undanfarið en liðið hefur ekki unnið í síðustu þremur deildarleikjum.
„Við þurfum að standa saman núna. Í fyrra áttum við svona slæman kafla þar sem við stóðum saman og sjálfstraustið varð alltaf meira og meira. Við trúum því að við getum snúið þessu við og komið sterkari til baka.“ sagði Saliba að lokum.