Enzo Maresca knattspyrnustjóri Chelsea er ekki sáttur við að Argentínumaðurinn Lisandro Martínez hafi aðeins fengið gult spjald fyrir brot á Cole Palmer í leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Martínez fór með takkana í hnéð á Palmer en slapp með gult spjald, þrátt fyrir skoðun í VAR. Maresca var ekki sáttur við ákvörðunina.
„Hann er með klaka á hnénu eftir þetta. Við bíðum og sjáum. Vonandi er þetta ekkert til að hafa áhyggjur af.
Ég hef séð atvikið aftur og það er augljóst að þetta átti að vera rautt. Hann reyndi ekki einu sinni við boltann,“ sagði hann við Sky eftir leik.