Fyrirliðinn verður áfram í Lundúnum

Son Heung-Min.
Son Heung-Min. AFP/Benjamin Cremel

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham ætla sér að framlengja samning suður-kóreska knattspyrnumannsins Son Heung-min hjá félaginu.

Það er The Telegraph sem greinir frá þessu en núverandi samningur Sons, sem er fyrirliði liðsins, á að renna út næsta sumar.

Hann er hins vegar með klásúlu í samningi sínum sem gerir félaginu kleift að framlengja samninginn um eitt ár til viðbótar.

Son, sem er 32 ára gamall, gekk til liðs við Tottenham frá Bayer Leverkusen, sumarið 2015, og hefur skorað þrjú mörk og lagt upp önnur þrjú í sjö leikjum Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Alls á hann að baki 417 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 165 mörk og lagt upp önnur 87.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert