Kennir sjálfum sér um brottreksturinn

Bruno Fernandes skoraði loksins í gær.
Bruno Fernandes skoraði loksins í gær. AFP/Paul Ellis

Portúgalinn Bruno Fernandes skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni er Manchester United og Chelsea skildu jöfn, 1:1, í gær.

Var leikurinn sá fyrsti á tímabilinu sem Erik ten Hag stýrir ekki hjá United, en Hollendingurinn fékk reisupassann í byrjun síðustu viku.  

Rúben Amorim tekur við síðar í mánuðinum, en Ruud van Nistelrooy var á hliðarlínunni hjá United í gær.

„Ég ræddi við stjórann og bað hann afsökunar. Ég var vonsvikinn með hvernig það endaði. Ég reyndi að hjálpa honum en ég skoraði engin mörk og finnst ég bera ábyrgð.

Það er ekki gott fyrir neinn hjá félaginu þegar stjórinn fer. Maður verður alltaf að taka hluta af sökinni á sig. Þetta gerðist því liðið var ekki nógu gott,“ sagði Fernandes við The Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert