Ibrahima Konaté, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, verður klár í slaginn þegar Liverpool tekur á móti Bayer Leverkusen á Anfield í Meistaradeildinni á morgun.
Franski varnarmaðurinn, sem er 25 ára gamall, greindi sjálfur frá þessu á samfélagsmiðlinum Instagram.
Miðvörðurinn fór meiddur af velli í hálfleik í 2:1-sigri Liverpool gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni á Anfield á laugardaginn.
Konaté hefur byrjað alla þrjá leiki Liverpool til þessa í Meistaradeildinni á tímabilinu, þar sem hann hefur skorað eitt mark, og þá hefur hann byrjað tíu leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni.