Staðfesta brottför íþróttastjórans

Edu Gaspar.
Edu Gaspar. AFP/Adrian Dennis

Arsenal hefur staðfest fregnirnar að Edu Gaspar íþróttastjóri félagsins sé á förum. 

Edu, sem kom til Arsenal árið 2019, hef­ur verið yf­ir­maður íþrótta­mála hjá fé­lag­inu og hjálpað til við kaup og söl­ur á leik­mönn­um. Þá hefur hann verið einn nánasti samstarfsmaður knattspyrnustjórans Mikel Arteta. 

Samkvæmt SkySports kom uppsögnin Arsenal mjög svo á óvart en hann greinir jafnframt frá því að Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest á Englandi, gríska félagsins Olympiacos og Rio Ave í Portúgal, vilji ólmur fá Edu til sín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert