„Verst geymda leyndarmál fótboltaheimsins“

Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold. AFP/Paul Ellis

Mark Lawrenson, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, er sannfærður um það að Trent Alexander-Arnold, varafyrirliði liðsins, sé á leið til Real Madrid.

Samningur Alexanders-Arnolds rennur út næsta sumar og virðist lítið að frétta af samningaviðræðum félagsins við leikmanninn.

Bakvörðurinn, sem er 26 ára gamall, hefur unnið allt sem hægt er að vinna sem knattspyrnumaður hjá Liverpool en hann er uppalinn hjá félaginu.

Mikilvægt að semja við van Dijk

„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Liverpool að endursemja við Virgil van Dijk, hann er límið í vörninni,“ sagði Lawrenson í samtali við Liverpool Echo.

„Hann er mjög hávær í klefanum og ennþá toppleikmaður. Salah ætti að vera næstur í röðinni. Ég held að Trent muni renna út á samning og fara svo til Spánar til Real Madrid.

Þetta er verst geyma leyndarmál fótboltaheimsins. Besti vinur hans, Jude Bellingham, spilar með Real Madrid. Maður veit aldrei í fótboltanum en þetta er orðrómur sem maður heyri æ oftar,“ bætti Lawrenson við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert