Brasilíumaðurinn Edu hefur óvænt yfirgefið enska knattspyrnufélagið Arsenal en hann hefur undanfarin ár verið einn nánasti samstarfsmaður Mikel Arteta knattspyrnustjóra.
Edu, sem kom til Arsenal árið 2019, hefur verið yfirmaður íþróttamála hjá félaginu og hjálpað til við kaup og sölur á leikmönnum.
Edu átti sinn þátt í að fá leikmenn á borð við Martin Ödegaard og Declan Rice til félagsins og þá hjálpaði hann til við að losna við Pierre-Emerick Aubameyang og Mesut Özil.
Enski miðillinn Sky greinir frá að Evangelos Marinakis hafi áhuga á að fá Edu í sínar raðir en Marinakis á Nottingham Forest á Englandi, gríska félagið Olympiacos og Rio Ave í Portúgal.
Sky segir uppsögnina hafa komið Arsenal mikið á óvart.