Eiður: Í guðanna bænum neglið þetta niður

„Í guðanna bænum farið að negla þetta niður,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi.

Eiður Smári átti þar við Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk, þrjá af mikilvægustu leikmönnum Liverpool sem allir renna út á samningi næsta sumar.

„Það myndi líka gefa Arne Slot mikla ró og frið til að fara inn á næsta blaðamannafund,“ bætti hann við en Slot er spurður út í samningamál þremenninganna á hverjum fréttamannafundi.

Umræðu Eiðs Smára, Harðar Magnússonar þáttarstjórnanda og Margrétar Láru Viðarsdóttur um Liverpool, með sérstakri áherslu á Salah, má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka