Enn eitt áfallið fyrir Arsenal

Declan Rice verður ekki með Arsenal annað kvöld.
Declan Rice verður ekki með Arsenal annað kvöld. AFP/Glyn Kirk

Englendingurinn Declan Rice mun ekki ferðast með Arsenal til Mílanó en liðið mætir Inter Mílanó á San Siro í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu annað kvöld. 

Enskir miðlar greina frá en Rice tók ekki þátt í æfingu liðsins í dag. 

Martin Ödegaard fyrirliði liðsins mun þó ferðast með liðinu en hann hefur verið fjarverandi undanfarna tvo mánuði. 

Arsenal hefur glímt við mikil meiðsli á tímabilinu en óvíst er hvort að Rice sé meiddur, og ef svo hversu lengi hann yrði frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka