Kaupin á Íslendingnum þau allra verstu

Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson. mbl.is/Arnþór Birkisson

Íslenski markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson eru verstu kaup Edu Gaspar hjá enska knattspyrnufélaginu Arsenal að mati breska miðilsins Teamtalk.

Breski miðillinn tók saman lista yfir öll kaup Edus hjá félaginu en hann lét óvænt af störfum hjá Arsenal í gær sem yfirmaður knattspyrnumála eftir fimm ár í starfi.

Rúnar Alex gekk til liðs við Arsenal frá Dijon í Frakklandi í september árið 2021 en enska félagið borgaði tæplega tvær milljónir punda fyrir hann.

Ekki ein eftirminnileg frammistaða

„Markvarðarstaðan er sú staða þar sem flestar breytingarnar áttu sér stað í tíma Edus,“ segir í umfjöllun Teamtalk.

„Einn leikmaður sem átti ekki eina eftirminnilega frammistöðu, jákvæða í það minnsta, var Rúnar Alex Rúnarsson. Hann var fenginn til félagsins sem varamarkvörður en honum tókst ekki einu sinni að valda því hlutverki.

Hann lék aðeins einn úrvalsdeildarleik fyrir félagið og Arsenal endaði á að lána hann til þriggja mismunandi félaga þangað til þeim tókst loksins að losa sig við hann,“ segir enn fremur í umfjöllun miðilsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert