Eiður: Núna ertu að fara í alvöruna

„Þetta er spennandi ráðning,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Símanum Sport á mánudagskvöld.

Eiður Smári ræddi þá ráðningu Manchester United á Portúgalanum Rúben Amorim sem nýs knattspyrnustjóra karlaliðsins ásamt Margréti Láru Viðarsdóttur og þáttarstjórnandanum Herði Magnússyni.

„Við töluðum um það fyrir viku síðan þegar við vorum að velta þessu fyrir okkur hvort að þetta yrði maðurinn fyrir United og hvort það sé ekki smá Mourinho-bragur yfir þessu, þegar Mourinho kemur til Chelsea upphaflega.

Það eru reyndar 20 ár síðan. Það er einhver svipuð stemning yfir þessu,“ sagði Eiður Smári og hrósaði svo Amorim fyrir störf sín í Portúgal.

„En núna ertu að fara í alvöruna,“ hélt hann áfram.

Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert