Guardiola skaut á sjálfan sig

Pep Guardiola er knattspyrnustjóri Manchester City.
Pep Guardiola er knattspyrnustjóri Manchester City. AFP/Patricia de melo Moreira

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester City, skaut á sjálfan sig eftir tap liðs síns fyrir Sporting, 4:1, í 4. umferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í Lissabon í gærkvöldi.

City-liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum í öllum keppnum og var tapið í gær það allra versta. 

Guardiola, sem hefur unnið allt sem hægt er að vinna hjá City, var spurður út í hvort hann tæki við karlalandsliði Brasilíu á næstunni, en það hefur alltaf verið draumur hans. 

„Eftir að ég tapaði 4:1? Ég er ekki lengur valkostur fyrir Brasilíu,“ sagði Guardiola á léttu nótunum á blaðamannafundi eftir leik. 

„Meira en nokkru sinni áður vil ég rífa City-liðið í gang og koma því aftur upp á þann stað sem við þekkjum,“ bætti Guardiola við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert