Lengra bann og himinhá sekt

Mohammed Kudus missti stjórn á skapi sínu. Hér slær hann …
Mohammed Kudus missti stjórn á skapi sínu. Hér slær hann til Bennan Johnson hjá Tottenham. AFP/Benjamin Kremel

Knattspyrnumaðurinn Mohammed Kudus, leikmaður West Ham, var í dag úrskurðaður í fimm leikja bann af enska knattspyrnusambandinu fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Tottenham 19. október í ensku úrvalsdeildinni.

Kudus missti stjórn á skapi sínu undir lok leiksins og sló til tveggja leikmanna Tottenham. Fékk hann að launum rautt spjald eftir skoðun í VAR.

Leikmaðurinn fékk sjálfkrafa þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið en það hefur nú verið lengt í fimm leiki. Þá hefur enska sambandið einnig sektað Kudus um 60.000 pund, rúmar 11 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka