Lee Carsley, tímabundinn landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, hefur valið tvo nýliða fyrir leikina gegn Grikklandi 14. nóvember og Írlandi 17. nóvember í Þjóðadeildinni.
Þeir Taylor Harwood-Bellis og Lewis Hall eru á meðal 26 leikmanna sem Carsley valdi í hópinn. Harwood-Bellis er miðvörður Southampton og Hall er bakvörður Newcastle.
Harwood Bellis hefur leikið 13 leiki með Southampton á leiktíðinni og skorað í þeim þrjú mörk. Hall hefur spilað tíu leiki með Newcastle á tímabilinu og verið sjö sinnum í byrjunarliðinu.
Landsliðshópurinn:
Markverðir: Dean Henderson (Crystal Palace), Jordan Pickford (Everton), Aaron Ramsdale (Southampton).
Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Levi Colwill (Chelsea), Marc Guehi (Crystal Palace), Lewis Hall (Newcastle), Taylor Harwood-Bellis (Southampton), Ezri Konsa (Aston Villa), Rico Lewis (Manchester City), Kyle Walker (Manchester City).
Miðjumenn: Jude Bellingham (Real Madrid), Phil Foden (Manchester City), Conor Gallagher (Atlético Madrid), Morgan Gibbs-White (Nottingham Forest), Angel Gomes (Lille), Curtis Jones (Liverpool), Cole Palmer (Chelsea), Declan Rice (Arsenal).
Sóknarmenn: Anthony Gordon (Newcastle), Jack Grealish (Manchester City), Harry Kane (Bayern München), Noni Madueke (Chelsea), Bukayo Saka (Arsenal), Dominic Solanke (Tottenham), Ollie Watkins (Aston Villa).