Forest vann tvöfalt

Nuno Espírito Santo og Chris Wood kátir með verðlaunagripi sína.
Nuno Espírito Santo og Chris Wood kátir með verðlaunagripi sína. Ljósmynd/Enska úrvalsdeildin

Nuno Espírito Santo hefur verið útnefndur knattspyrnustjóri októbermánaðar og Chris Wood leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Báðir koma þeir úr röðum Nottingham Forest sem vann sér inn sjö stig í þremur leikjum í deildinni í mánuðinum.

Espírito Santo var að vinna til verðlaunanna í fimmta sinn á ferlinum en Wood vann til þeirra í fyrsta sinn.

Ekki nóg með það er hann fyrsti leikmaður Forest í rúmlega þriggja áratuga sögu úrvalsdeildarinnar sem er valinn leikmaður mánaðarins og sá fyrsti frá Nýja-Sjálandi.

Wood hefur átt frábært tímabil þar sem sóknarmaðurinn hefur skorað átta mörk í 11 deildarleikjum. Þar af skoraði Wood fjögur mörk í þremur leikjum í október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert