Enska knattspyrnusambandið hefur komið á fót rannsókn í garð yfirmanns hjá félagi í ensku úrvalsdeildinni vegna ásakana þriggja kvenna um kynferðisbrot af hálfu hans.
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að enska sambandið hafi loks ákveðið að rannsaka málið, ári eftir að breska ríkisútvarpið gerði það.
Þrátt fyrir að þrjár konur hafi tilkynnt um kynferðisbrot mannsins aðhafðist enska sambandið ekkert og maðurinn hélt áfram störfum.
Í The Athletic kemur fram að aðeins eftir að lögregla ákvað að aðhafast ekkert frekar hafi enska sambandið ákveðið að skoða málið.
Ein af konunum þremur ræddi við við breska ríkisútvarpið og sagðist hafa tilkynnt að maðurinn hafi nauðgað sér þegar hún var aðeins 15 ára gömul. Tilkynnti hún það í júlí árið 2023 og er ósátt við að enska sambandið hafi ekki gert neitt fyrr en nú.