Fimm marka spennutryllir í London (myndskeið)

 Brentford hafði betur gegn Bournemouth, 3:2, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í London í dag.

Evanilson kom Bournemouth yfir á 17. mínútu en Yoane Wissa jafnaði metin tíu mínútum síðar og staðan var 1:1 í hálfleik.

Justin Kluivet kom Bournemouth aftur yfir snemma í seinni hálfleik en Mikkel Damsgaard jafnaði fyrir heimamenn og Wissa skoraði sigur markið á 58. mínútu.

Mörkin og fleiri svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­starfi við Sím­ann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka