Enski knattspyrnumaðurinn Curtis Jones hefur spilað frábærlega með liði sínu Liverpool í byrjun tímabilsins.
Jones hefur verið fastamaður í liði Arne Slot síðan í byrjun október en Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, sem og Meistaradeildar Evrópu.
Miðilinn GOAL.com vill meina að Jones hafi grætt á brottför Jürgens Klopps, fyrrverandi stjóra liðsins.
„Curtis Jones hefur farið úr því að vera aukaleikari í að vera í formi lífsins undir nýja stjóranum,“ sagði miðilinn meðal annars.
Liverpool fær Aston Villa í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni klukkan 20 í kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á mbl.is.