West Ham og Everton gerðu markalaust jafntefli í 11. umferð ensku úrvalsdeildar karla á London-leikvanginum í dag.
West Ham hefur farið brösuglega af stað eftir að hafa lagt miklar fjárhæðir í liði í sumar.
Hamrarnir eru í 14. sæti deildarinnar með tólf stig en Everton er í 16. sæti með tíu.
Fulham er komið í sjötta sæti deildarinnar með 18 stig eftir útisigur á Crystal Palace, 2:0.
Emile Smith Rowe og Harry Wilson skoruðu mörk Fulham sem er með jafnmörg stig og Chelsea, Arsenal og Aston Villa.
Crystal Palace er hins vegar í 17. sæti með sjö stig.
Brentford vann Bournemouth, 3:2, í fimm marka leik í Lundúnum.
Yoane Wissa skoraði tvö mörk fyrir Brentford en Mikkel Damsgaard skoraði hitt. Mörk Bournemouth skoruðu Evanilson og Justin Kluivert.
Brentford er í tíunda sæti með 16 stig en Bournemouth er sæti neðar með stigi minna.
Wolves vann þá sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, 2:0 á heimavelli gegn Southampton.
Mörk Wolves skoruðu Pablo Sarabia og Matheus Cunha.
Wolves er í þriðja neðsta sæti með sex stig en Southmapton er neðst með fjögur.