Framtíð van Nistelrooys enn óráðin

Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy. AFP/Darren Staples.

Framtíð Ruuds van Nistelrooys hjá Manchester United er enn óráðin. Hollendingurinn er með samning við félagið til ársins 2026 en ekki er víst að hann sé í plönum félagsins. Portúgalinn Rúben Amorim tekur við stjórnartaumunum í vikunni.  

„Þetta var falleg stund og að geta deilt henni með stuðningsmönnunum var sérstakt,“ sagði van Nistelrooy eftir 3:0-sigur United gegn Leicester í dag.  

Van Nistelrooy stýrði United-liðinu til bráðabirgða í fjóra leiki. Í þeim fjórum leikjum tókst liðinu að vinna þrjá og gera eitt jafntefli.  

„Í lok dags er félagið mikilvægast og ég er hér til að styðja það,“ sagði Hollendingurinn. 

Van Nistelrooy gerir ráð fyrir því að heyra frá félaginu á næstunni.  

„Ég býst við að heyra frá þeim í dag eða á morgun,“ sagði van Nistelrooy að lokum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert