Enski landsliðsmaðurinn Trent Alexander-Arnold þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik þegar Liverpool sigraði Aston Villa, 2:0, í gær.
Hann meiddist aftan í læri í leiknum og Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, finnst ólíklegt að hann geti tekið þátt með enska landsliðinu sem mætir Grikklandi og Írlandi, sem Heimir Hallgrímsson þjálfar, 14. og 17. nóvember.
„Hann þurfti að fara af velli og núna þurfum við að bíða og sjá. Það er erfitt að meta hversu alvarleg meiðslin eru en það kæmi mér á óvart ef hann spilar með enska landsliðinu,“ sagði Slot.