Newcastle hafði betur gegn Nottingham Forrest, 3:1, og Ipswich vann óvæntan sigur á Tottenham, 2:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.
Nottingham Forest er þrátt fyrir tapið enn þá í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig, Newcastle er í áttunda sæti, Tottenham í 10. sæti og Ipswich komst upp úr fallsæti með sigrinum og er nú í 17. sæti með átta stig.
Murillo kom Forest yfir og staðan var 1:0 í hálfleik en Alexander Isak jafnaði metin og Joelington kom Newcastle yfir. Harvey Barnes skoraði svo þriðja mark Newcastle á 83. mínútu og leikurinn endaði 3:1. Þetta var fyrsta tap Forest síðan í september.
Sammie Szmodics skoraði glæsilegt mark með hjólhestaspyrnu sem kom Ipswich yfir á 31. mínútu og Liam Delap skoraði annað mark liðsins sem var 2:0 yfir í hálfleik.
Rodrigo Bentancur minnkaði muninn fyrir Tottenham á 69. mínútu en það dugði ekki til og leikurinn endaði 2:1 fyrir Ipswich.