Salah fór á kostum (myndskeið)

Liverpool hafði betur gegn Aston Villa, 2:0, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Liverpool í gær.

Mörk Liverpool voru svipuð en bæði komu eftir skyndisókn og frábæran sprett hjá Mohammed Salah. Hann var tekinn niður en náði samt að leggja upp fyrra mark liðsins sem Darwin Nunez skoraði og skoraði sjálfur seinna mark liðsins.

Mörkin og svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­starfi við Sím­ann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka