Góðar fréttir fyrir Liverpool

Trent Alexander-Arnold eftir að hann fór af velli á laugardagskvöld.
Trent Alexander-Arnold eftir að hann fór af velli á laugardagskvöld. AFP/Paul Ellis

Betur fór en á horfðist hjá Trent Alexander-Arnold, leikmanni Liverpool, en hann fór meiddur af velli í 2:0-sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardagskvöld.

Alexander-Arnold fór af velli í fyrri hálfleik eftir að hafa meiðst aftan í læri. James Pearce, sérfræðingur í málefnum Liverpool hjá The Athletic, segir meiðslin hins vegar ekki alvarleg á X-aðgangi sínum.

Liverpool væntir þess að Alexander-Arnold verði frá keppni í um tvær vikur og ætti því ekki að missa af mörgum leikjum með liðinu.

Hann neyðist til að draga sig úr enska landsliðshópnum en gæti snúið aftur hjá Liverpool strax í næsta leik sunnudaginn 24. nóvember þegar liðið heimsækir botnlið Southampton í deildinni. Að öðrum kosti ætti Alexander-Arnold að vera klár í slaginn stuttu eftir þann leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka