Vildi ekki fá Ronaldo

Ole Gunnar Solskjær og Cristiano Ronaldo ræða saman.
Ole Gunnar Solskjær og Cristiano Ronaldo ræða saman. AFP

Kieran McKenna vildi ekki fá Cristiano Ronaldo aftur til Manchester United sumarið 2021. 

Ronaldo gekk í raðir United á nýjan leik frá Juventus í ágúst 2021. Hann fór vel af stað en síðan fór allt úrskeiðið. Portúgalska stjarnan fór síðan frá United í desember árið 2022. 

Ole Gunnar Solskjær, sem var stjóri United á þeim tíma, sagði að McKenna, sem þá var aðstoðarmaður hans, hafi alls ekki viljað fá Ronaldo. 

„Hvernig eigum við að verjast með hann?“ Spurði McKenna meðal annars en þetta sagði Solskjær hjá norska ríkisútvarpinu, NRK. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert