Knattspyrnusambandið rannsakar dómarann

David Coote.
David Coote. AFP/Paul Ellis

Enska knattspyrnusambandið hefur komið á fót sinni eigin rannsókn vegna myndskeiðs af dómaranum David Coote sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær.

Samtök atvinnudómara á Englandi, PGMOL, settu Coote í bann vegna myndskeiðs þar sem hann bölvar Liverpool og Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóra karlaliðs félagsins.

Verður dómarinn að minnsta kosti í banni á meðan rannsókn samtakanna á málinu stendur. PGMOL mun ekki tjá sig frekar á meðan rannsókinni stendur.

Coote hefur sömuleiðis verið tekinn af verkefni í komandi landsleikjahléi.

Skoða mismunun á grundvelli þjóðernis

„Okkur er kunnugt um málið og erum að rannsaka það,“ sagði í yfirlýsingu frá enska knattspyrnusambandinu.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að ein af ástæðunum fyrir því að enska knattspyrnusambandið hafi einnig ákveðið að rannsaka málið væri vegna þess að mismunun á grundvelli þjóðernis brjóti gróflega gegn reglum þess en í myndskeiðinu segir Coote meðal annars um Klopp að hann sé „þýsk kunta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert