Man ekki eftir ummælunum – neitaði fyrst fyrir þau

David Coote.
David Coote. AFP

Enski knattspyrnudómarinn David Coote hefur gengist við því að hann sé maðurinn á myndskeiði sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær. Þar hraunar Coote yfir Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóra Liverpool og liðið.

Darren Lewis, íþróttafréttamaður hjá Mirror á Englandi, greindi frá því í gær að Coote hafnaði því alfarið að hafa hagað sér með ósæmilegum hætti og að hann hafi haldið því fram við stjórnendur samtaka atvinnudómara á Englandi, PGMOL, að myndskeiðið væri ekki ekta.

Í gærkvöldi greindi Lewis svo frá því að Coote hafi skipt um skoðun, gengist við því að myndskeiðið sé ekta en að hann muni ekki eftir ummælunum sem hann lét falla í myndskeiðinu sem var tekið fyrir nokkrum árum.

Breska ríkisútvarpið hefur greint frá því að í rannsókn PGMOL á málinu gangi samtökin út frá því að myndskeiðið sé ekta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka