Enski knattspyrnudómarinn David Coote hefur gengist við því að hann sé maðurinn á myndskeiði sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær. Þar hraunar Coote yfir Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóra Liverpool og liðið.
Darren Lewis, íþróttafréttamaður hjá Mirror á Englandi, greindi frá því í gær að Coote hafnaði því alfarið að hafa hagað sér með ósæmilegum hætti og að hann hafi haldið því fram við stjórnendur samtaka atvinnudómara á Englandi, PGMOL, að myndskeiðið væri ekki ekta.
Í gærkvöldi greindi Lewis svo frá því að Coote hafi skipt um skoðun, gengist við því að myndskeiðið sé ekta en að hann muni ekki eftir ummælunum sem hann lét falla í myndskeiðinu sem var tekið fyrir nokkrum árum.
Breska ríkisútvarpið hefur greint frá því að í rannsókn PGMOL á málinu gangi samtökin út frá því að myndskeiðið sé ekta.
Premier League referee David Coote vehemently denies inappropriate conduct and has been insistent to referee chiefs PGMOL that viral video in which he appears is not genuine. PGMOL have tech experts examining it. https://t.co/KeZvkTJt1w
— Darren Lewis (@MirrorDarren) November 11, 2024
UPDATE: Top Premier League referee David Coote, is understood to have accepted the viral video in which in which he appears is genuine. However, it is believed he does not recall the content of the discussion, recorded several years ago. https://t.co/WzVERalAaQ
— Darren Lewis (@MirrorDarren) November 11, 2024