Ödegaard verður ekki með eftir allt

Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard. AFP/Marco Bertorello

Martin Ödegaard verður ekki með norska landsliðinu í knattspyrnu í leikjunum tveimur gegn Slóveníu og Kasakstan í B-deild Þjóðadeildar Evrópu. 

Ödegaard var kallaður inn í hópinn eftir að hafa verið utan hans þegar landsliðið var tilkynnt í síðustu viku. 

Norðmaðurinn spilaði allan leikinn með Arsenal í jafntefli gegn Chelsea, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni síðustu helgi. Fyrir það hafði hann verið frá vegna meiðsla í rúma tvo mánuði. 

Sjúkrateymi norska landsliðsins skoðaði Ödegaard gaumgæfilega og ákvað í sameiningu við leikmanninn að senda hann aftur heim til Lundúna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert