Annar Egypti til Liverpool?

Omar Marmoush fagnar marki í leik með Eintracht Frankfurt á …
Omar Marmoush fagnar marki í leik með Eintracht Frankfurt á tímabilinu. AFP/Thomas Kienzle

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur áhuga á egypska sóknarmanninum Omar Marmoush, leikmanni Eintracht Frankfurt í Þýskalandi.

Marmoush hefur farið á kostum með Frankfurt á tímabilinu þar sem hann hefur skorað 14 mörk og lagt upp önnur tíu í 16 leikjum í öllum keppnum.

Þýska dagblaðið Bild greinir frá því að Liverpool hafi hafið viðræður við Frankfurt um möguleg félagsskipti.

Marmoush er sagður mjög áhugasamur um að skipta til Liverpool en ólíklegt þykir að hann skipti um félag í janúar; enska félagið sé að líta til möguleikans á að fá hann til liðs við sig næsta sumar.

Fyrir hjá Liverpool er annar Egypti, Mohamed Salah, en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar og ganga viðræður um nýjan samning ekki sem best.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka