Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Rodrigo Bentancur er að öllum líkindum á leið í sjö leikja bann vegna rasískra ummæla sem hann viðhafði um liðsfélaga sinn Son Heung-min hjá Tottenham.
Það er Sportsmail sem greinir frá þessu en Bentancur kom sér í vandræði í sjónvarpsviðtali fyrir leik með úrúgvæska landsliðinu í Ameríkubikarnum í sumar.
Það hélt hann því meðal annars fram að allir frá Asíu litu eins út en Son er frá Suður-Kóreu og er fyrirliði landsliðsins, sem og Tottenham.
Hann var kærður af ensku knattspyrnusambandinu fyrir ummælin í september og á nú vön á löngu banni að því er fram kemur í frétt Sportsmail.
Bentancur, sem er 27 ára gamall, hefur komið við sögu í tíu leikjum Tottenham í úrvalsdeildinni á tímabilinu, þar af hefur hann sjö sinnum verið í byrjunarliðinu, en Tottenham er með 16 stig í 10. sæti deildarinnar.