Sér á eftir van Nistelrooy

Christian Eriksen og Ruud van Nistelrooy.
Christian Eriksen og Ruud van Nistelrooy. Ljósmynd/Samsett

Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen, miðjumaður Manchester United, viðurkennir að hann sjái á eftir Ruud van Nistelrooy úr þjálfarateymi liðsins.

„Það er auðvitað synd að missa hann, við hefðum viljað halda Ruud sem lengst. En það er nýtt þjálfarateymi að koma inn. Ég held að það vilji koma með sitt eigið fólk og ég veiti því alveg skilning.

Við getum einungis þakkað Ruud fyrir þann tíma sem hann var hérna. Það var skemmtilegt, líka fyrir starfsfólk félagsins. Þetta var ánægjulegur tími,“ sagði Eriksen á fréttamannafundi í gær.

Portúgalinn Rúben Amorim er nýr knattspyrnustjóri Man. United og tekur með sér sitt eigið teymi, sem þýðir að van Nistelrooy verður ekki áfram hjá félaginu.

Hann var bráðabirgðastjóri liðsins í fjórum leikjum eftir að Erik ten Hag var rekinn. Þrír þeirra unnust og einum leik lyktaði með jafntefli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka