Manchester United á eftir ungstirni nýja stjórans

Geovany Quenda er eftirsóttur.
Geovany Quenda er eftirsóttur. AFP/Miguel Riopa

Enska knattspyrnustórveldið Manchester United skoðar nú að fá hinn 17 ára gamla Geovany Quenda, leikmann Sporting Lissabon, til liðs við sig. 

Portúgalski miðilinn A Bola segir frá. 

Quenda hefur verið í stóru hlutverki hjá Sporting á tímabilinu en nýi stjóri United Rúben Amorim gaf honum fyrsta tækifærið. 

Ungstirnið er í portúgalska landsliðshópnum og gæti orðið sá yngsti til að spila landsleik fyrir Portúgal ef hann fær mínútur gegn Króatíu í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert