Sjö leikja bann og 17 milljóna króna sekt

Rodrigo Bentancur, miðjumaður Tottenham og úrugvæska landsliðsins.
Rodrigo Bentancur, miðjumaður Tottenham og úrugvæska landsliðsins. AFP/Robyn Beck

Rodrigo Bentancur, knattspyrnumaður Tottenham og úrúgvæska landsliðsins, hefur verið úrskurðaður í sjö leikja bann af enska knattspyrnusambandinu. 

Bentancur kom sér í vandræði í sumar fyrir ummæli í sjónvarpsviðtali fyrir leik úrúgvæksa landsliðsins í Ameríkubikarnum. 

Þar hélt hann því meðal annars fram að allir frá Asíu litu út eins og Son Heung-min, fyrirliði hans hjá Tottenham. Son fyrirgaf honum fyrir ummælin en hann var kærður af enska knattspyrnusambandinu. 

Nú mun hann vera í banni í næstu sjö leikjum ásamt því að fá 17 milljóna króna sekt. Hann getur spilað í Evrópudeildinni næstu vikurnar, en ekki á heimavelli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert