United og Liverpool á eftir sama leikmanninum

Milos Kerkez hefur spilað mjög vel með Bournemouth.
Milos Kerkez hefur spilað mjög vel með Bournemouth. AFP/Justin Tallis

Ensku stórliðin Manchester United og Liverpool eru bæði á eftir ungverska knattspyrnumanninum Milos Kerkez, bakverði Bournemouth.

Daily Mirror segir frá en Kerkez, sem er 21 árs gamall, hefur byrjað alla ellefu leiki Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. 

Kerkez kom til Bournemouth frá AZ Alkmaar í Hollandi í fyrrasumar en hann á 21 leik að baki fyrir landslið Ungverjalands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka