Van Dijk sendur heim

Virgil van Dijk er fyrirliði hollenska landsliðsins.
Virgil van Dijk er fyrirliði hollenska landsliðsins. AFP/JOHN THYS

Virgil van Dijk, fyrirliði Hollands og Liverpool, mun ekki vera með Hollandi í leiknum gegn Bosníu annað kvöld í síðustu umferð 3. riðils í A-deild Þjóðadeildar Evrópu í knattspyrnu í Bosníu. 

Van Dijk lék allan leikinn í stórsigri Hollands á Ungverjalandi, 4:0, síðasta laugardag. 

Hollendingar eru komnir áfram í átta liða úrslit Þjóðadeildarinnar og ákvað Ronald Koeman landsliðsþjálfari því að gefa fyrirliða sínum frí. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert