Skrifar undir langtímasamning í Birmingham

Morgan Rogers í sínum öðrum landsleik með Aston Villa.
Morgan Rogers í sínum öðrum landsleik með Aston Villa. AFP/Adrian Dennis

Morgan Rogers hefur skrifað undir nýjan samning við enska knattspyrnufélagið Aston Villa. 

Nýi samningurinn gildir til ársins 2030 en hann hefur verið í lykilhlutverk hjá Villa-liðinu á yfirstandandi tímabili. 

Rogers hefur byrjað alla ellefu leiki Villa í deildinni og skorað þrjú mörk og lagt tvö upp. 

Hann gekk í raðir félagsins frá Middlesbrough í fyrrasumar og lék sína fyrstu landsleiki fyrir England á dögunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka