Jákvæðar fréttir úr herbúðum Liverpool

Alisson Becker.
Alisson Becker. AFP/Paul Ellis

Knattspyrnumarkvörðurinn Alisson Becker hefur hafið æfingar að nýju með félagsliði sínu Liverpool.

Frá þessu greindi félagið á heimasíðu sinni en Alisson, sem er 32 ára gamall, meiddist aftan í læri í 1:0-sigrinum gegn Crystal Palace þann 5. október og þurfti að vera af velli undir lok leiksins.

Hann hefur misst af síðustu átta leikjum Liverpool í öllum keppnum en Írinn Caoimhín Kelleher hefur leyst hann af hólmi í síðustu leikjum og staðið sig með miklum sóma.

Alisson er af mörgum talinn besti markvörður úrvalsdeildarinnar en hann gekk til liðs við Liverpool frá Roma, sumarið 2018 fyrir 67 milljónir punda.

Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með enska úrvalsdeildarfélaginu en alls á hann að baki 271 leik fyrir félagið í öllum keppnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka