Starf spænska knattspyrnustjórans Julen Lopetegui hangir á bláþræði hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham.
Spánverjinn tók við stjórnartaumunum hjá félaginu í sumar en liðið hefur ekki byrjað tímabilið vel og er með 12 stig í 14. sæti deildarinnar eftir fyrstu ellefu umferðirnar.
Breski miðillinn The Guardian greinir frá því að spænski stjórinn fái tvo leiki til þess að snúa genginu við. Ef það tekst ekki á hann það á hættu að missa starfið.
Næstu tveir leikir liðsins eru útileikur gegn Newcastle, 25. nóvember, og svo heimaleikur gegn Arsenal, 30. nóvember, en bæði lið hafa verið að spila vel í upphafi tímabilsins.