Rúben Amorim, nýr knattspyrnustjóri Manchester United, hefur fulla trú á því að hann geti náð árangri hjá liðinu.
„Ég er svolítill draumóramaður og ég hef trú á sjálfum mér og félaginu. Ég tel okkur hafa sömu hugmyndir og hugarfar og það getur hjálpað. Ég hef óbilandi trú á leikmönnunum.
Ég veit að þið trúið ekki mikið á þá en það geri ég. Ég vil prófa nýja hluti. Þið haldið að það sé ekki mögulegt en ég tel það,“ sagði Amorim á sínum fyrsta fréttamannafundi í dag.
Man. United heimsækir nýliða Ipswich Town í fyrsta leik hans við stjórnvölinn í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.
„Þið megið kalla mig barnalegan en ég tel mig vera rétta manninn á réttum tímapunkti. Ég trúi því statt og stöðugt að ég sé rétti maðurinn,“ bætti Amorim við.