Fer ekki þó City verði dæmt niður

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP/Patrícia de Melo Moreira

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur ítrekað að hann hyggist ekki stökkva frá borði fari svo að félagið verði fundið sekt um stórfelld brot á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar.

Verði Man. City fundið sekt getur karlaliðið staðið frammi fyrir því að verða sent niður um deild eða deildir. Fyrir ári síðan sagði Guardiola að hann myndi þjálfa Man. City áfram þó það væri í ensku C-deildinni.

„Ég sagði þetta fyrir hálfu ári, þið getið séð viðtöl mín þá,“ sagði Guardiola á fréttamannafundi í dag og taldi styttra síðan hann lét ummælin falla.

„Þá sagði ég að þegar öll hin félögin ásaka okkur um að hafa haft rangt við og fólk spyr: “Hvað gerist ef við föllum?” Þá verð ég hér. Ég veit ekki hversu margar deildir við yrðum dæmdir niður um.

Kannski niður í E-deildina? En þá myndum við fara upp um deild næsta ár og svo aftur næsta ár þar til við færum upp í úrvalsdeildina. Ég vissi það þá og finn það núna,“ bætti Spánverjinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert