Staðfestir vond tíðindi fyrir Arsenal

Ben White og Mikel Arteta.
Ben White og Mikel Arteta. AFP/Adrian Dennis

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur greint frá því að enski varnarmaðurinn Ben White verði lengi frá eftir að hann gekkst undir aðgerð á hné.

Arsenal skýrði frá því í síðustu viku að White hafi farið undir hnífinn vegna meiðsla sem höfðu verið að plaga hann allt tímabilið.

Hvergi kom þó fram hversu lengi bakvörðurinn yrði frá. Ýmsir aðgangar tengdir Arsenal á samfélagsmiðlinum X fullyrtu að White yrði frá í tvo mánuði og nú hefur Arteta staðfest að hann verði jafnvel lengur frá.

„Hann verður frá í nokkra mánuði. Við þurfum að sjá hvernig hann bregst við eftir aðgerðina. Ég býst ekki við því að þetta verði hálft ár en ég get ekki sagt nákvæmlega til um það,“ sagði spænski stjórinn á fréttamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert