Rautt spjald í markalausu jafntefli (myndskeið)

Everton og Brentford gerðu markalaust jafntefli í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Óhætt er að segja að þetta hafi verið leikur markmannanna en margar góðar vörslur litu dagsins ljós í leiknum. Danski landsliðsmaður Christian Nörgaard fékk rautt spjald í liði Brentford á 41. mínútu.

Mörk­in og fleiri svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert