Norski framherjinn Erling Braut Haaland er í klandri og á yfir höfði sér fangelsisdóm í Sviss greiði hann ekki útistandandi sekt fyrir umferðarlagabrot áður en hann heimsækir landið næst.
Svissneska réttarkerfið gefur stjörnunum engan afslátt og þarf Haaland að greiða sektina áður en hann heimsækir landið næst.
Sektarboðið var ekki hátt, um 60 frankar, sem samsvarar 9.500 íslenskum krónum. Haaland hefur hinsvegar ekki greitt sektina og ef hann heldur því til streitu þá verður honum stungið í steininn í sólarhring við komu sína til landsins næst.
Faðir hans, Alf-Inge Haaland, er búsettur í Sviss og því er nú von á því að Erling muni láta sjá sig þar aftur. Hann ætti ekki að vera í vandræðum með að borga sektina þar sem hann er einn af launahæstu leikmönnum heims.