Amorim: Við munum þjást

Stjórinn Rúben Amorim ásamt André Onana eftir leikinn í gær.
Stjórinn Rúben Amorim ásamt André Onana eftir leikinn í gær. AFP/Darren Staples

Rúben Amorim, nýi knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United, segir að lið hans muni þurfa að þjást í langan tíma. 

United gerði jafntefli gegn Ipswich, 1:1, á útivelli í gær en leikurinn var sá fyrsti hjá Amorim sem stjóri félagsins. 

Á blaðamannafundi eftir leik viðurkenndi Amorim að United-liðið, sem er í tólfta sæti deildarinnar, muni þurfa að þjást í langan tíma. 

„Ég veit að þetta er pirrandi fyrir stuðningsmenn en við sem lið erum að breytast mikið um þessar mundir. 

Við munum þurfa að þjást í langan tíma og verðum að reyna vinna leiki,“ sagði Amorim. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert