Breski söngvarinn Ed Sheeran truflaði viðtal sem Rúben Amorim, nýi knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United, var í í gær.
Manchester United gerði jafntefli gegn Ipswich, 1:1, í fyrsta leik Amorims í ensku úrvalsdeildinni.
Ed Sheeran, sem er mikill stuðningsmaður og einn eiganda Ipswich, truflaði viðtal Amorims við SkySports eftir leik til að heilsa upp á vin sinn Jamie Redknapp.
Sheeran baðst afsökunar á atvikinu á Instagram-síðu sinni í dag.
„Ég biðst afsökunar ef ég móðgaði Amorim í gær. Ég fattaði ekki að hann væri í viðtali og vildi heilsa upp á Jamie Redknapp.
Auðvitað líður mér eins og smá asna núna, en lífið heldur áfram. Hins vegar var þetta góður leikur, til hamingju allir sem tengdust honum,“ bætti Sheeran við.