Ed Sheeran biður nýja stjóra United afsökunar

Rúben Amorim og Ed Sheeran.
Rúben Amorim og Ed Sheeran. AFP/Samsett mynd

Breski söngvarinn Ed Sheeran truflaði viðtal sem Rúben Amorim, nýi knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United, var í í gær. 

Manchester United gerði jafntefli gegn Ipswich, 1:1, í fyrsta leik Amorims í ensku úrvalsdeildinni. 

Ed Sheeran, sem er mikill stuðningsmaður og einn eiganda Ipswich, truflaði viðtal Amorims við SkySports eftir leik til að heilsa upp á vin sinn Jamie Redknapp. 

Sheeran baðst afsökunar á atvikinu á Instagram-síðu sinni í dag. 

„Ég biðst afsökunar ef ég móðgaði Amorim í gær. Ég fattaði ekki að hann væri í viðtali og vildi heilsa upp á Jamie Redknapp. 

Auðvitað líður mér eins og smá asna núna, en lífið heldur áfram. Hins vegar var þetta góður leikur, til hamingju allir sem tengdust honum,“ bætti Sheeran við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert